fös 11. júlí 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Stærstu sigrarnir og verstu töpin hjá Steina með landsliðið
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson hefur stýrt Íslandi frá því í ársbyrjun 2021.
Þorsteinn Halldórsson hefur stýrt Íslandi frá því í ársbyrjun 2021.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn hefur stýrt liðinu í 55 leikjum og þar af eru 25 sigurleikir.
Þorsteinn hefur stýrt liðinu í 55 leikjum og þar af eru 25 sigurleikir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Steini er með samning áfram út undankeppni HM 2027.
Steini er með samning áfram út undankeppni HM 2027.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna er mikið rætt og skrifað um framtíð landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar eftir vonbrigðin á Evrópumótinu í Sviss. Ísland féll þar úr leik í riðlakeppninni en yfirlýst markmið voru að fara upp úr riðlinum og það var dauðafæri til þess að gera það.

Þjálfaratíð Þorsteins með landsliðið hefur kannski verið svolítið upp og niður. Það hafa verið grátleg töp og frábærir sigrar, en núna spyrja margir sig hvað er rétt að gera í framhaldinu þar sem það styttist í undankeppni HM.

En tökum þetta saman. Hverjir eru bestu sigrar Þorsteins með Ísland og verstu töpin?

Stærstu sigrarnir:
3-0 gegn Þýskalandi
4-0 gegn Tékklandi
1-0 gegn Danmörku

Það sem kemur efst upp í hugann er auðvitað 3-0 sigurinn gegn Þýskalandi á síðasta ári. Það var sigur sem tryggði okkur inn á EM og er líklega bara einn besti leikur sem íslenskt landslið hefur spilað. Það var mögnuð stemning á Laugardalsvelli og það kom allt saman í þeim leik. Í undankeppni HM 2023 vann liðið frábæran 4-0 sigur á Tékklandi sem skilaði því miður engu og 1-0 sigurinn gegn Danmörku í Þjóðadeildinni var sætur þar sem við eyðilögðum þeirra vonir um Ólympíuleika.

Verstu töpin:
0-1 gegn Hollandi
1-4 gegn Portúgal
0-1 gegn Finnlandi

Þetta eru allt grátleg töp sem manni langar ekkert að rifja upp. Tapið gegn Hollandi í Utrecht var hrikalegt þar sem við vorum bara um 90 sekúndum frá því að komast beint á HM, en svo kom höggið þar í blálokin. Við áttum samt ekkert meira skilið úr þeim leik. Svo fórum við í umspil um að komast á HM í kjölfarið en töpuðum þar gegn Portúgal í framlengdum leik. Það var hrikalega sárt líka og erfitt að komast yfir það. Og svo var það leikurinn gegn Finnlandi hér á EM þar sem liðið mætti ekki til leiks fyrr en lítið var eftir. Það setti tóninn fyrir skelfilegt Evrópumót.

Þorsteinn hefur núna stýrt íslenska landsliðinu í 55 leikjum og þar af eru 25 sigrar.

Heildarárangurinn:
55 leikir
25 sigrar
12 jafntefli
18 töp

Síðustu landsliðsþjálfarar:
Jón Þór Hauksson - 58% sigurhlutfall í 19 leikjum
Sigurður Ragnar Eyjólfsson - 51% sigurhlutfall í 77 leikjum
Freyr Alexandersson - 46% sigurhlutfall í 54 leikjum
Þorsteinn Halldórsson - 45% sigurhlutfall í 55 leikjum

Núna verða málin rædd hjá KSÍ og mun það koma í ljós á næstu vikum hvort að breytingar verði gerðar.
Athugasemdir
banner