Arsenal er tilbúið að hleypa Leandro Trossard frá félaginu en belgíski sóknarmaðurinn er búinn ná samkomulagi við Fenerbahce í Tyrklandi um persónuleg kaup og kjör samkvæmt heimildum Times.
Þar kemur fram að Arsenal vilji fá 20 milljónir punda fyrir hinn þrítuga Trossard, sem er búinn að ná samkomulagi um þriggja ára samning.
Trossard hefur skorað 28 mörk í 124 leikjum fyrir Skytturnar frá því að hann kom frá Brighton 2023.
Þar kemur fram að Arsenal vilji fá 20 milljónir punda fyrir hinn þrítuga Trossard, sem er búinn að ná samkomulagi um þriggja ára samning.
Trossard hefur skorað 28 mörk í 124 leikjum fyrir Skytturnar frá því að hann kom frá Brighton 2023.
Arsenal virðist vera að landa Noni Madueke frá Chelsea fyrir rétt rúmlega 50 milljónir punda.
Madueke spilar oftast á hægri kantinum en Trossard hefur mest spilað úti vinstra megin hjá Arsenal. Horft er á Madueke sem möguleika á vinstri kantinn, og færi þar í samkeppni við Gabriel Martinelli.
Athugasemdir