banner
   þri 11. ágúst 2020 10:10
Magnús Már Einarsson
Elías Rafn til Frederica á láni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FC Frederica hefur fengið markvörðinn Elías Rafn Ólafsson á láni frá FC Midtjylland fyrir komandi tímabil.

Hinn tvítugi Elías verður því í dönsku B-deildinni á komandi tímabili en á síðasta tímabili var hann á láni hjá Fremad Arhus í dönsku C-deildinni þar sem frammistaða hans vakti athygli.

„Ég vil gera góða hluti í 1. deildinni eins og í 2. deildinni og sýna hvað ég get gert á fótboltavellinum," sagði Elías í viðtali við heimasíðu Midtjylland.

„Fyrsa markmið mitt í framtíðinni er að spila fyrir FC Midtjylland. Draumur minn er annars að spila í topp fimm deild og aðalmarkmiðið er enska úrvalsdeildin."

Elías kom til dönsku meistaranna í Midtjylland frá Breiðabliki árið 2018 en hann á sjö leiki að baki með yngri landsliðum Íslands. Hann var í janúar í íslenska landsliðshópnum sem mætti El Salvador.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner