Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. ágúst 2020 11:05
Magnús Már Einarsson
Fyrirliði FCK þakkaði Solskjær fyrir að gera góða hluti
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Zeca, fyrirliði FC Kaupmannahöfn, átti skemmtilegt spjall við Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United, eftir leik liðanna í Evrópudeildinni í gær.

Manchester United vann 1-0 þar sem Bruno Fernandes skoraði eina markið úr vítaspyrnu. Zeca er stuðningsmaður Manchester United og hann var ekkert að fela það eftir leikinn í gær.

„Takk fyrir allt sem þú hefur gert í Manchester," sagði Zeca við Solskjær þegar hann þakkaði honum fyrir leikinn.

Solskjær benti þá á Bruno Fernandes og sagði: „Hann er að hjálpa til við það, strákurinn er að hjálpa."

Zeca svaraði að bragði. „Já, þessi náungi er ótrúlegur. Hann er ótrúlegur."

Athugasemdir
banner
banner