Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 11. ágúst 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Benzema öruggur með gullknöttinn? - „Enginn annar kemur til greina"
Karim Benzema er markavél.
Karim Benzema er markavél.
Mynd: EPA
Karim Benzema heldur áfram að skora en hann gerði annað mark Real Madrid sem vann Eintracht Frankfurt í gær í leiknum um Ofurbikar Evrópu.

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, segir að ef allt sé eðlilegt þá ætti Benzema að vera öruggur með Ballon d'Or gullknöttinn sem besti leikmaður heims þetta árið.

Real Madrid vann Meistaradeildina og varð Spánarmeistari á síðasta tímabili. Benzema skoraði 44 mörk í 46 leikjum.

„Benzema er okkur mjög mikilvægur. Hann er okkar leiðtogi. Við erum hérna aðallega vegna hans, hann hefur skorað svo mörg mikilvæg mörk," sagði Ancelotti eftir sigur Real Madrid í Helsinki í gær.

„Það er enginn vafi á því hver ætti að vinna Ballon d'Or, Karim ætti að vera öruggur með titilinn. Í okkar augum er hann mikilvægasti og skilvirkasti fótboltamaður heims."

Sjá einnig:
Benzema orðinn næstmarkahæstur í sögu Real Madrid
Athugasemdir
banner
banner