Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. ágúst 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Conte bíður með að taka ákvörðun varðandi Pape Sarr
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, ætlar að bíða með að taka ákvörðun um framtíð Pape Matar Sarr þar til undir lok félagaskiptagluggans.


Pape Sarr er 19 ára gamall miðjumaður sem er mikils metinn og hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Metz síðustu tvö tímabil.

Tottenham keypti Sarr í fyrra og lánaði hann strax aftur til Metz. Spurs borgaði um 15 milljónir punda fyrir þennan öfluga táning sem á tvítugsafmæli í september.

Sarr skoraði þrjú mörk í sex leikjum með U17 landsliði Senegal og á sjö leiki að baki fyrir A-landsliðið þrátt fyrir ungan aldur. Hann var í leikmannahópinum sem vann Afríkukeppnina í febrúar ásamt stórstjörnum á borð við Sadio Mane, Kalidou Koulibaly og Edouard Mendy 

Conte ætlar aðeins að lána Sarr út ef honum líður eins og það séu nægilega margir varamenn til staðar fyrir miðjuna. Eins og staðan er í dag er Yves Bissouma ekki kominn í leikform eftir að hafa misst af æfingaferð Spurs á undirbúningstímabilinu vegna Covid á meðan Oliver Skipp er fjarverandi vegna meiðsla.

Sarr er fjölhæfur miðjumaður og á í heildina 59 keppnisleiki að baki fyrir Metz. Í þeim skoraði hann fimm mörk og gaf þrjár stoðsendingar.


Athugasemdir
banner
banner
banner