Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 11. ágúst 2022 12:00
Elvar Geir Magnússon
Elliott búinn að gera nýjan samning við Liverpool
Harvey Elliott.
Harvey Elliott.
Mynd: Getty Images
Harvey Elliott hefur skrifað undir nýjan langtímasamning til 2027 við Liverpool.

Elliott kom til Liverpool frá Fulham í júlí 2019 en aðeins eitt ár er síðan hann skrifaði síðast undir samning við Liverpool. Nýjasti samningurinn er verðlaun fyrir áframhaldandi framþróun hans.

Þessi 19 ára leikmaður getur spilað sem sóknarmiðjumaður eða sem vængmaður en missti af stórum hlusta síðasta tímabils eftir að hafa meiðst á ökkla gegn Leeds í september.

Sóli Hólm og Atli Már Steinarsson töluðu mjög vel um Elliott í sérstöku Liverpool hlaðvarpi sem var tekið upp fyrir mót en hægt er að hlusta á það hér fyrir neðan.

Elliott er nú alveg heill og kom inn sem varamaður í 2-2 jafntefli Liverpool gegn Fulham síðasta laugardag.



Enski boltinn - Liverpool samfélagið aldrei verið veikara
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner