Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 11. ágúst 2022 12:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umfjöllun
Víkingar verið lengi í Póllandi til að fá sem bestan undirbúning
Víkingar mæta Lech Poznan í kvöld.
Víkingar mæta Lech Poznan í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fagna marki í fyrri leik sínum gegn Lech Poznan.
Víkingar fagna marki í fyrri leik sínum gegn Lech Poznan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr fyrri leiknum.
Úr fyrri leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar mæta Lech Poznan frá Póllandi í seinni leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Víkingar unnu fyrri leikinn 1-0 og má með sanni segja að það hafi aldrei verið meiri möguleika fyrir íslenskt karlalið að komast í riðlakeppni í Evrópu.

Víkingar fóru út á mánudaginn, nokkrum klukkutímum eftir leik sinn við Fram í Bestu deildinni. Félaginu tókst að púsla því þannig saman að allir leikmenn náðu að taka sér frí frá öðrum verkefnum til að hafa fullan fókus frá mánudeginum á þessu stóra verkefni sem er framundan.

Til þess að komast til Poznan þá flugu Víkingar í gegnum Berlín og tóku þaðan rútu til Poznan í Póllandi. Sú rútuferð tekur rúmlega þrjár klukkustundir. Það þótti besta fyrirkomulagið á þessum tíma.

„Liðið kom út á mánudaginn. Það er búið að vera að aðlagast hitanum hér og fá smá hvíld því það er búið að vera svo mikið álag. Það er mjög gott hótel hér og borgin er skemmtileg," segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, í samtali við Fótbolta.net í dag. Það er um 25-30 gráðu hiti í Poznan þessa stundina - mjög ólíkt íslensku veðri.

Víkingar eru búnir að taka góðan undirbúning í Póllandi og svo er komið að stóru stundinni í kvöld þar sem Víkingar eiga góðan möguleika á því að fara áfram í umspilið um sæti í riðlakeppninni.

„Við erum ógeðslega spenntir fyrir þessum leik í kvöld og vonum það besta. Við erum 'underdogs' en við trúum. Þetta er geggjaður völlur og geggjað félag sem við erum að mæta. Við trúum því að við getum farið áfram," segir Heimir.

Mikið leikjaálag
Heimir segir að Víkingar séu ekkert farnir að skoða hvað muni verða ef liðið fer áfram og hvað þá ef þeir komast í riðlakeppnina. Það er ansi ólíklegt að það verði hægt að spila á Víkingsvelli á næstu stigum keppninnar þar sem kröfurnar verða enn meiri.

„Það er Poznan eftir í kvöld," segir Heimir, en Víkingar ferðast heim eftir leik með sömu leið og þeir komust til Poznan - rúta til Berlínar og flug þaðan. Það er svo stórleikur á mánudaginn gegn Breiðabliki þar sem bæði lið mæta væntanlega mjög þreytt til leiks eftir löng ferðalög í Evrópu.

Blikarnir eru í Tyrklandi þessa stundina þar sem þeir mæta Istanbul Basaksehir. Bæði þessi lið hafa verið að tapa stigum upp á síðkastið og má kenna þreytu um það.

Bæði Blikar og Víkingar eru svo enn í Mjólkurbikarnum og er stefnt á að spila þá leiki á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Ef liðin komast áfram í kvöld, þá verður að færa þá leiki og verður það hausverkur fyrir Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ, að koma því fyrir.

En núna eru allur fókus á þessa tvo leiki í kvöld þar sem Víkingar eru sérstaklega í dauðafæri á að komast einu skrefi nær því að skrifa söguna.

Leikirnir í kvöld verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í textalýsingu hér á Fótbolti.net. Flautað verður til leiks klukkan 17:45 í Tyrklandi og 18:30 í Póllandi.

Sjá einnig:
Eyðileggja Víkingar 100 ára afmælið? - „ Þessi leikur var til skammar"
Athugasemdir
banner