Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   fös 11. ágúst 2023 22:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eignaðist sitt annað barn fyrir ári og er núna bikarmeistari - „Þetta er sturlað"
Selma Dögg hér til vinstri ásamt Ernu Guðrúnu eftir leik með bikarinnn.
Selma Dögg hér til vinstri ásamt Ernu Guðrúnu eftir leik með bikarinnn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum fokking bikarmeistarar, þetta er sturlað," sagði Selma Dögg Björgvinsdóttir, leikmaður Víkings, eftir magnaðan sigur á Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

„Vorum við ekki bara betri í leiknum? Mér fannst við eiga þennan leik frá A til Ö."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Breiðablik

Víkingar eru fyrsta liðið í sögunni sem vinnur þessa keppni sem Lengjudeildarlið, þetta er líka í fyrsta sinn í sögunni þar sem Víkingur er bikarmeistari kvenna. Þetta er magnað afrek.

„Við erum búnar að pússa saman liðið síðan á undirbúningstímabilinu og það er bara stemning í Víkinni. Við höfum alltaf haft trú á þessu verkefni og við ætluðum okkur alla leið. Ég held að trúin hjá öllum leikmönnunum hafi siglt þessu í höfn."

„Ég er búin að eignast tvö börn og átti barn fyrir ári síðan. Það er ekki hægt að lýsa þessu, að koma til baka eftir barnsburð og verða bikarmeistari strax árið eftir. Ég get verið stolt af mér og ég er sömuleiðis stolt af öllum fótboltamömmunum þarna úti. Þetta er sturlað," sagði Selma. Hún má svo sannarlega vera stolt af sjálfri sér, magnað afrek.

„Þetta gerist ekki sætara. Þetta gefur öllu tilgang. Þetta er frábært."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner