Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   fös 11. ágúst 2023 22:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eignaðist sitt annað barn fyrir ári og er núna bikarmeistari - „Þetta er sturlað"
Selma Dögg hér til vinstri ásamt Ernu Guðrúnu eftir leik með bikarinnn.
Selma Dögg hér til vinstri ásamt Ernu Guðrúnu eftir leik með bikarinnn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum fokking bikarmeistarar, þetta er sturlað," sagði Selma Dögg Björgvinsdóttir, leikmaður Víkings, eftir magnaðan sigur á Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

„Vorum við ekki bara betri í leiknum? Mér fannst við eiga þennan leik frá A til Ö."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Breiðablik

Víkingar eru fyrsta liðið í sögunni sem vinnur þessa keppni sem Lengjudeildarlið, þetta er líka í fyrsta sinn í sögunni þar sem Víkingur er bikarmeistari kvenna. Þetta er magnað afrek.

„Við erum búnar að pússa saman liðið síðan á undirbúningstímabilinu og það er bara stemning í Víkinni. Við höfum alltaf haft trú á þessu verkefni og við ætluðum okkur alla leið. Ég held að trúin hjá öllum leikmönnunum hafi siglt þessu í höfn."

„Ég er búin að eignast tvö börn og átti barn fyrir ári síðan. Það er ekki hægt að lýsa þessu, að koma til baka eftir barnsburð og verða bikarmeistari strax árið eftir. Ég get verið stolt af mér og ég er sömuleiðis stolt af öllum fótboltamömmunum þarna úti. Þetta er sturlað," sagði Selma. Hún má svo sannarlega vera stolt af sjálfri sér, magnað afrek.

„Þetta gerist ekki sætara. Þetta gefur öllu tilgang. Þetta er frábært."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner