Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fös 11. ágúst 2023 22:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eignaðist sitt annað barn fyrir ári og er núna bikarmeistari - „Þetta er sturlað"
Selma Dögg hér til vinstri ásamt Ernu Guðrúnu eftir leik með bikarinnn.
Selma Dögg hér til vinstri ásamt Ernu Guðrúnu eftir leik með bikarinnn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum fokking bikarmeistarar, þetta er sturlað," sagði Selma Dögg Björgvinsdóttir, leikmaður Víkings, eftir magnaðan sigur á Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

„Vorum við ekki bara betri í leiknum? Mér fannst við eiga þennan leik frá A til Ö."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Breiðablik

Víkingar eru fyrsta liðið í sögunni sem vinnur þessa keppni sem Lengjudeildarlið, þetta er líka í fyrsta sinn í sögunni þar sem Víkingur er bikarmeistari kvenna. Þetta er magnað afrek.

„Við erum búnar að pússa saman liðið síðan á undirbúningstímabilinu og það er bara stemning í Víkinni. Við höfum alltaf haft trú á þessu verkefni og við ætluðum okkur alla leið. Ég held að trúin hjá öllum leikmönnunum hafi siglt þessu í höfn."

„Ég er búin að eignast tvö börn og átti barn fyrir ári síðan. Það er ekki hægt að lýsa þessu, að koma til baka eftir barnsburð og verða bikarmeistari strax árið eftir. Ég get verið stolt af mér og ég er sömuleiðis stolt af öllum fótboltamömmunum þarna úti. Þetta er sturlað," sagði Selma. Hún má svo sannarlega vera stolt af sjálfri sér, magnað afrek.

„Þetta gerist ekki sætara. Þetta gefur öllu tilgang. Þetta er frábært."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner