„Við erum fokking bikarmeistarar, þetta er sturlað," sagði Selma Dögg Björgvinsdóttir, leikmaður Víkings, eftir magnaðan sigur á Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í kvöld.
„Vorum við ekki bara betri í leiknum? Mér fannst við eiga þennan leik frá A til Ö."
„Vorum við ekki bara betri í leiknum? Mér fannst við eiga þennan leik frá A til Ö."
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 Breiðablik
Víkingar eru fyrsta liðið í sögunni sem vinnur þessa keppni sem Lengjudeildarlið, þetta er líka í fyrsta sinn í sögunni þar sem Víkingur er bikarmeistari kvenna. Þetta er magnað afrek.
„Við erum búnar að pússa saman liðið síðan á undirbúningstímabilinu og það er bara stemning í Víkinni. Við höfum alltaf haft trú á þessu verkefni og við ætluðum okkur alla leið. Ég held að trúin hjá öllum leikmönnunum hafi siglt þessu í höfn."
„Ég er búin að eignast tvö börn og átti barn fyrir ári síðan. Það er ekki hægt að lýsa þessu, að koma til baka eftir barnsburð og verða bikarmeistari strax árið eftir. Ég get verið stolt af mér og ég er sömuleiðis stolt af öllum fótboltamömmunum þarna úti. Þetta er sturlað," sagði Selma. Hún má svo sannarlega vera stolt af sjálfri sér, magnað afrek.
„Þetta gerist ekki sætara. Þetta gefur öllu tilgang. Þetta er frábært."
Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir