Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fös 11. ágúst 2023 22:27
Stefán Marteinn Ólafsson
Erna Guðrún: Besta ævintýri sem ég hef upplifað
Erna Guðrún Magnúsdóttir knúsar Örnu Steinsen móður sína eftir leik.
Erna Guðrún Magnúsdóttir knúsar Örnu Steinsen móður sína eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það voru Lengjudeildarlið Víkinga sem tókust hið ótrúlega og sigraði Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikarsins 2023. 

Það voru ekki margir sem gerðu ráð fyrir sigri Víkinga í þessum leik en þær sýndu það alveg frá fyrstu mínútu að þær voru tilbúnar í slaginn og enduðu á sögulegum sigri í Mjólkurbikarnum 2023.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Breiðablik

„Það hljómar bara eitthvað annað vel og líka þegar þú segir það þá bara hljómar það geggjað." Sagði Erna Guðrún Magnúsdóttir aðspurð hvernig það væri að vera bikarmeistari.

„Við bara skoruðum strax og eftir það fannst mér við bara eiga leikinn og þær skoruðu þarna eitt mark en mér fannst við stjórna þessum leik frá A-Ö og aldrei nein þannig séð hætta." 

Víkingar skoruði fyrsta mark leiksins strax á 1.mínútu og róaði það taugarnar fyrir restina af leiknum.

„Þetta var mjög gott. Maður var einhvernveginn svona 'Okei, við erum búnar að brjóta ísinn og núna getum við bara farið uppá við eftir þetta'."

„Við stilltum þessum leik bara ótrúlega vel upp og lokuðum á þeirra styrkleika og þær eru bara ótrúlega gott lið en mér finnst við bara hafa gert mjög vel í að loka á þeirra styrkleika og bara spila okkar bolta og pressa þær sem uppskar bikarmeistari." 

Sögulínan fyrir leikinn í kvöld var Öskubuskuævintýri Víkinga.

„Besta ævintýri sem ég hef upplifað." 

Nánar er rætt við Ernu Guðrúni Magnúsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner