Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fös 11. ágúst 2023 22:27
Stefán Marteinn Ólafsson
Erna Guðrún: Besta ævintýri sem ég hef upplifað
Erna Guðrún Magnúsdóttir knúsar Örnu Steinsen móður sína eftir leik.
Erna Guðrún Magnúsdóttir knúsar Örnu Steinsen móður sína eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það voru Lengjudeildarlið Víkinga sem tókust hið ótrúlega og sigraði Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikarsins 2023. 

Það voru ekki margir sem gerðu ráð fyrir sigri Víkinga í þessum leik en þær sýndu það alveg frá fyrstu mínútu að þær voru tilbúnar í slaginn og enduðu á sögulegum sigri í Mjólkurbikarnum 2023.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Breiðablik

„Það hljómar bara eitthvað annað vel og líka þegar þú segir það þá bara hljómar það geggjað." Sagði Erna Guðrún Magnúsdóttir aðspurð hvernig það væri að vera bikarmeistari.

„Við bara skoruðum strax og eftir það fannst mér við bara eiga leikinn og þær skoruðu þarna eitt mark en mér fannst við stjórna þessum leik frá A-Ö og aldrei nein þannig séð hætta." 

Víkingar skoruði fyrsta mark leiksins strax á 1.mínútu og róaði það taugarnar fyrir restina af leiknum.

„Þetta var mjög gott. Maður var einhvernveginn svona 'Okei, við erum búnar að brjóta ísinn og núna getum við bara farið uppá við eftir þetta'."

„Við stilltum þessum leik bara ótrúlega vel upp og lokuðum á þeirra styrkleika og þær eru bara ótrúlega gott lið en mér finnst við bara hafa gert mjög vel í að loka á þeirra styrkleika og bara spila okkar bolta og pressa þær sem uppskar bikarmeistari." 

Sögulínan fyrir leikinn í kvöld var Öskubuskuævintýri Víkinga.

„Besta ævintýri sem ég hef upplifað." 

Nánar er rætt við Ernu Guðrúni Magnúsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner