Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fös 11. ágúst 2023 22:27
Stefán Marteinn Ólafsson
Erna Guðrún: Besta ævintýri sem ég hef upplifað
Erna Guðrún Magnúsdóttir knúsar Örnu Steinsen móður sína eftir leik.
Erna Guðrún Magnúsdóttir knúsar Örnu Steinsen móður sína eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það voru Lengjudeildarlið Víkinga sem tókust hið ótrúlega og sigraði Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikarsins 2023. 

Það voru ekki margir sem gerðu ráð fyrir sigri Víkinga í þessum leik en þær sýndu það alveg frá fyrstu mínútu að þær voru tilbúnar í slaginn og enduðu á sögulegum sigri í Mjólkurbikarnum 2023.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Breiðablik

„Það hljómar bara eitthvað annað vel og líka þegar þú segir það þá bara hljómar það geggjað." Sagði Erna Guðrún Magnúsdóttir aðspurð hvernig það væri að vera bikarmeistari.

„Við bara skoruðum strax og eftir það fannst mér við bara eiga leikinn og þær skoruðu þarna eitt mark en mér fannst við stjórna þessum leik frá A-Ö og aldrei nein þannig séð hætta." 

Víkingar skoruði fyrsta mark leiksins strax á 1.mínútu og róaði það taugarnar fyrir restina af leiknum.

„Þetta var mjög gott. Maður var einhvernveginn svona 'Okei, við erum búnar að brjóta ísinn og núna getum við bara farið uppá við eftir þetta'."

„Við stilltum þessum leik bara ótrúlega vel upp og lokuðum á þeirra styrkleika og þær eru bara ótrúlega gott lið en mér finnst við bara hafa gert mjög vel í að loka á þeirra styrkleika og bara spila okkar bolta og pressa þær sem uppskar bikarmeistari." 

Sögulínan fyrir leikinn í kvöld var Öskubuskuævintýri Víkinga.

„Besta ævintýri sem ég hef upplifað." 

Nánar er rætt við Ernu Guðrúni Magnúsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner