Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   fös 11. ágúst 2023 22:27
Stefán Marteinn Ólafsson
Erna Guðrún: Besta ævintýri sem ég hef upplifað
Erna Guðrún Magnúsdóttir knúsar Örnu Steinsen móður sína eftir leik.
Erna Guðrún Magnúsdóttir knúsar Örnu Steinsen móður sína eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það voru Lengjudeildarlið Víkinga sem tókust hið ótrúlega og sigraði Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikarsins 2023. 

Það voru ekki margir sem gerðu ráð fyrir sigri Víkinga í þessum leik en þær sýndu það alveg frá fyrstu mínútu að þær voru tilbúnar í slaginn og enduðu á sögulegum sigri í Mjólkurbikarnum 2023.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Breiðablik

„Það hljómar bara eitthvað annað vel og líka þegar þú segir það þá bara hljómar það geggjað." Sagði Erna Guðrún Magnúsdóttir aðspurð hvernig það væri að vera bikarmeistari.

„Við bara skoruðum strax og eftir það fannst mér við bara eiga leikinn og þær skoruðu þarna eitt mark en mér fannst við stjórna þessum leik frá A-Ö og aldrei nein þannig séð hætta." 

Víkingar skoruði fyrsta mark leiksins strax á 1.mínútu og róaði það taugarnar fyrir restina af leiknum.

„Þetta var mjög gott. Maður var einhvernveginn svona 'Okei, við erum búnar að brjóta ísinn og núna getum við bara farið uppá við eftir þetta'."

„Við stilltum þessum leik bara ótrúlega vel upp og lokuðum á þeirra styrkleika og þær eru bara ótrúlega gott lið en mér finnst við bara hafa gert mjög vel í að loka á þeirra styrkleika og bara spila okkar bolta og pressa þær sem uppskar bikarmeistari." 

Sögulínan fyrir leikinn í kvöld var Öskubuskuævintýri Víkinga.

„Besta ævintýri sem ég hef upplifað." 

Nánar er rætt við Ernu Guðrúni Magnúsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner