Það hefur komist upp á yfirborðið að kanadíski tónlistarmaðurinn Drake var lykilmaðurinn í að bjarga ítalska félaginu frá gjaldþroti á síðustu leiktíð.
Venezia var í efstu deild tímabilið 2021-2022 en eyddi miklum peningum í þeirri von um að halda sér uppi en það gekk ekki upp. Liðið var í næst efstu deild næst tvö árin en vann sér sæti í efstu deild í gegnum umspilið á síðustu leiktíð.
Matte Babel, yfirmaður vörumerkis Drake, útskýrði aðkomu tónlistarmannsins að því að því að bjarga Venezia frá gjaldþroti í viðtali hjá GQ á Ítalíu.
„Brad hringdi í mig, meðeigandi Venezia og góður vinur minn. Hann útskýrði vandamálið fyrir mér á auðveldan hátt: Venezia þarf að safna 10 milljónum evra á nokkrum vikum og svo 30 milljónum á nokkrum mánuðum annars verður félagið gjaldþrota," sagði Babel.
„Venezia er mögnuð borg og Venezia hefur alltaf verið einstakt félag. Ég talaði við Drake, svo Brad og ég útskýrði hvernig við gætum hjálpað. Innan tveggja vikna vorum við komnir með samkomulag og söfnuðum peningunum sem þurfti til að borga laun og koma í veg fyrir gjaldþrot."
Bjarki Steinn Bjarkason, Mikael Egill Ellertsson og Hilmir Rafn Mikaelsson eru á mála hjá Venezia.