Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   sun 11. ágúst 2024 15:00
Sölvi Haraldsson
Guðný skoraði í tapleik - Gott stig fyrir Lyngby
Guðný var á skotskónum í dag.
Guðný var á skotskónum í dag.
Mynd: Kristianstad

Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon byrjuðu báðir fyrir Lyngby í góðu 1-1 jafntefli gegn Nordsjælland á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Lyngby á enn eftir að vinna leik eftir fjórar umferðir en hefur gert tvö jafntefli.


Guðný Árnadóttir var á skotskónum fyrir Kristianstads DFF í dag þegar hún, Hlín Eiríksdóttir og Katla Tryggvadóttir mættu IFK Norrkping í sænsku úrvalsdeildinni í dag, þær byrjuðu allar.

Norrköping voru 3-0 yfir í hálfleik en Guðný minnkaði muninn í byrjun seinni hálfleiks í 3-1. Ekki voru fleiri mörk skoruð og 3-1 tap Kristianstads staðreynd. Sigdís Eva Bárðardóttir var ekki í leikmannahópi Norrköping.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir, leikmaður Brondby IF, fór útaf vegna meiðsla í fyrri hálfleik í 3-0 tapi gegn Fortuna Hjorring.

Daníel Kristjánsson sat á bekknum hjá Fredericia í 4-0 sigri á Esbjerg í dönsku B-deildinni í dag. Fredericia er í 2. sæti deildarinnar með 9 stig eftir fjóra leiki.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayer Leverkusen, byrjaði í 3-2 sigri á Anderlecht í æfingaleik í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner