Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mið 11. september 2019 22:13
Mist Rúnarsdóttir
Berglind Björg skoraði tvö með skalla: Get ekki kvartað
Kvenaboltinn
Berglind horfir á eftir boltanum sem hún skallaði í netið í fyrsta marki Blika
Berglind horfir á eftir boltanum sem hún skallaði í netið í fyrsta marki Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábær leikur af okkar hálfu. Við spiluðum vel á köflum og að koma til baka og vinna þetta er náttúrulega bara geggjað,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, eftir 3-2 endurkomu sigur á Sparta Prag í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Sparta Prag

Berglind Björg skoraði tvö fyrstu mörk Blika en bæði voru þau gullfalleg og skoruð með skalla gegn hávöxnum og sterkum varnarmönnum andstæðinganna.

„Maður hugsar alltaf um hvernig maður getur skorað áður en maður leggst á koddann en tvö mörk með skalla, ég get ekki kvartað. Það er ekki á hverjum degi sem ég skora með skalla,“ svaraði Berglind Björg aðspurð um hvort hún hefði séð mörkin fyrir sér.

Blikar fara með góða stöðu í seinni viðureign liðanna sem spiluð verður 26. september en þær geta þó ekki farið að einbeita sér að þeim leik strax því fyrst þarft að útkljá baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn.

„Við þurfum fyrst að hugsa um þennan leik á sunnudaginn á móti Val og svo er Fylkir eftir það og svo getum við farið að hugsa um seinni leikinn,“ sagði framherjinn öflugi meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner