Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 11. september 2020 13:43
Magnús Már Einarsson
Bild segir að Thiago sé búinn að ná samkomulagi við Liverpool
Thiago Alcantara.
Thiago Alcantara.
Mynd: Getty Images
Thiago Alcantara, miðjumaður Bayern Munchen, hefur verið orðaður við Liverpool í allt sumar. Barcelona vill fá Gini Wijnaldum og ef hann fer frá Liverpool þá gæti Thiago leyst hann af hólmi.

„Það er klárlega einhver eldur þarna. Ég held að menn séu að þreifa sig áfram," sagði Sigursteinn Brynjólfsson á kop.is í hlaðvarpsþættinum enski boltinn á Fótbolta.net í gær.

„Ef það kemur einhver þá er hann líklegastur til að koma inn," sagði Einar Matthías Kristjánsson. „Það er hægt að þróa leikstíl Liverpool ef hann kemur. Hann er aðeins öðruvísi leikmaður en Gini Wijnaldum."

Magnús Þór Jónsson bætti við: „Með því að fá Thiago við hliðina á Henderson eða Fabinho þá er hægt að spila 4-2-3-1 og vera með sóknarmiðjumann eins og Minamino fyrir framan tvo aðra."

Bæði Wijnaldum og Thiago eru 29 ára gamlir en þeir eiga báðir ár eftir af samningum sínum. Kop.is félagarnir töluðu um það í hlaðvarpinu í gær að verðmiðinn á leikmönnunum sé svipaður.

Þýska blaðið Bild segir frá því í dag að Thiago sé búinn að ná samkomulagi við Liverpool um kaup og kjör og vilji leikmannsins sé að fara á Anfield.

Bayern sé þó ekki tilbúið að láta Thiago frá sér fyrir minna en 30 milljónir evra.

Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpsþáttinn síðan í gær.
Enski boltinn - Nær Liverpool að verja titilinn?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner