Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   sun 11. september 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Markalaust hjá Íslendingunum - Rooney spilaði 15 ára varnarmanni
Guðlaugur Victor Pálsson í leik með D.C. United
Guðlaugur Victor Pálsson í leik með D.C. United
Mynd: Getty Images
Óttar Magnús lagði upp annað mark Oakland
Óttar Magnús lagði upp annað mark Oakland
Mynd: Siena
Guðlaugur Victor Pálsson, fyrirliði D.C. United í Bandaríkjunum, spilaði allan leikinn er lið hans gerði markalaust jafntefli við Salt Lake City í MLS-deildinni í nótt.

Wayne Rooney, þjálfari D.C. United, fékk Guðlaug frá Schalke fyrr í sumar og var hann um leið gerður að fyrirliða liðsins.

Hann lék allan leikinn í vörn liðsins í nótt er það gerði markalaust jafntefli við Salt Lake City. United er í neðsta sæti Austur-deildarinnar með 27 stig.

Það sem vakti sérstaka athygli var það að hinn 15 ára gamli Matai Akinmboni var í byrjunarliði United. Guðlaugur Victor var með hann sér við hlið í vörninni en Akinmboni fór af velli í hálfleik. Hann er þriðji yngsti leikmaðurinn sem byrjar leik í MLS-deildinni frá upphafi á eftir Freddy Adu og Alphonso Davies.

Þorleifur kom inn af bekknum og Óttar lagði upp mark

Þorleifur Úlfarsson kom inná sem varamaður hjá Houston Dynamo sem gerði markalaust jafntefli við Sporting Kansas City í nótt. Hann kom inná á 66. mínútu leiksins. Houston er í næst neðsta sæti Vestur-deildarinnar með 30 stig.

Óttar Magnús Karlsson var´i byrjunarliði Oakland Roots sem vann Phoenix Rising, 2-0, í USL-deildinni. Óttar lagði upp annað mark liðsins. Oakland er í 10. sæti deildarinnar með 36 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner