Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. september 2022 22:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Noregur: Brynjólfur á skotskónum - Bodö/Glimt tapaði
Brynjólfur Willumsson
Brynjólfur Willumsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kristiansund fékk Valerenga í heimsókn í efstu deildinni í Noregi í dag.


Brynjólfur Willumsson var í byrjunarliði Kristiansund en Brynjar Ingi Bjarnason sat allan tíman á varamannabekknum í liði Valerenga.

Staðan var 1-1 í hálfleik en það var Brynjólfur sem jafnaði metin fyrir Kristiansund. Staðan var 2-2 þegar Brynjólfur var tekinn af velli eþgar skammt var til leiksloka. Kristiansund náði inn sigurmarki í uppbótartíma og lokatölur því 3-2.

Bodö/Glimt heimsótti Tromsö en liðið gerði Bodö gerði 1-1 jafntefli við PSV í Sambandsdeildinni í vikunni. Tromsö var 2-0 yfir í hálfleik í dag og náði þriðja markinu snemma í síðari hálfleik. Bodö klóraði í bakkann með tveimur mörkum undir lokin.

Alfons Sampsted spilaði aðeins tæpan klukkutíma fyrir Bodö/Glimt í dag. Kristall Máni Ingason var ekki í liði Rosenborgar sem tapaði 2-1 gegn Haugasundi vegna meiðsla.

Bodö/Glimt er í 3. sæti með 41 stig eftir 22 umferðir, Rosenborg er stigi á eftir. Valerenga kemur þar á eftir með 36 stig, Viking er í 6. sæti með 32 stig en liðið vann 2-1 sigur á Ham Kam í dag, Patrik Gunnarsson var á sínum stað í marki Viking.

Kristiansund er í næst neðsta sæti, sjö stigum frá öruggu sæti þegar fjórir leikir eru eftir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner