Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 11. október 2019 21:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM: Fyrsti tapleikur Englands í 10 ár
Tékkar fagna.
Tékkar fagna.
Mynd: Getty Images
Ronaldo var á skotskónum.
Ronaldo var á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Ísland tapaði gegn Frakklandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM. Mark úr vítaspyrnu var það sem skildi liðin að.

Smelltu hér til að sjá úrslitin úr riðli Íslands.

Það var leikið í tveimur öðrum riðlum í undankeppninni í kvöld.

A-riðill:
Það voru heldur betur óvænt úrslit í A-riðlinum þar sem England tapaði gegn Tékklandi á útivelli.

Harry Kane kom Englandi yfir eftir aðeins fjórar mínútur þegar hann skoraði úr vítaspyrnu. Jakub Brabec skoraði fljótlega eftir það og jafnaði. Á 85. mínútu skoraði Zdenek Ondrasek svo sigurmarkið.

Lokatölur 2-1 fyrir Tékkland og er þetta fyrsti leikurinn sem England tapar í undankeppni fyrir stórmót í tíu ár.

England er með 12 stig, eins og Tékkland, en England hefur leikið einum leik minna.

Í hinum leik A-riðilsins gerðu Svartfjallaland og Búlgaría markalaust jafntefli. Bæði lið eru með þrjú stig í tveimur neðstu sætum riðilsins, fjórða og fimmta sæti.

Svartfjallaland 0 - 0 Búlgaría

Tékkland 2 - 1 England
0-1 Harry Kane ('4 , víti)
1-1 Jakub Brabec ('9 )
2-1 Zdenek Ondrasek ('85 )

B-riðill:
Það var einnig leikið í B-riðli þar sem Evrópumeistararnir í Portúgal unnu 3-0 sigur á Lúxemborg. Adrien Silva, Cristiano Ronaldo og Goncalo Guedes með mörk Portúgals.

Úkraína er á toppi riðilsins með 16 stig eftir 2-0 sigur á Litháen. Portúgal er með 11 stig, en Ronaldo og félagar eiga leik til góða á Úkraínu.

Lúxemborg er með fjögur stig og Litháen með eitt stig.

Úkraína 2 - 0 Litháen
1-0 Ruslan Malinovskiy ('29 )
2-0 Ruslan Malinovskiy ('58 )

Portúgal 3 - 0 Lúxemborg
1-0 Adrien Silva ('16 )
2-0 Cristiano Ronaldo ('66 )
3-0 Goncalo Guedes ('89 )
Athugasemdir
banner
banner