Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   sun 11. október 2020 17:17
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Íslands: Rúnar Már byrjar - Jói Berg á bekknum
Tvær breytingar frá byrjunarliðinu gegn Rúmeníu
Icelandair
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að opinbera byrjunarlið Íslands sem mætir Danmörku í Þjóðadeildinni klukkan 18:45. Erik Hamren gerir tvær breytingar frá byrjunarliðinu sem vann Rúmeníu á fimmtudaginn.

Kári Árnason er meiddur og Sverrir Ingi Ingason kemur inn í vörnina. Þá byrjar Jóhann Berg Guðmundsson á bekknum en Rúnar Már Sigurjónsson kemur inn í liðið. Rúnar fer því á miðjuna og Birkir Bjarnason færist út á kantinn.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Eft­ir tvær um­ferðir í Þjóðadeildinni eru Belg­ar með sex stig, Eng­lend­ing­ar fjög­ur, Dan­ir eitt stig en við Íslend­ing­ar erum stigalausir. Neðsta liðið mun falla úr A-deildinni og líklegt að það verði annað hvort þessara liða sem mætast í Laugardalnum í kvöld.



Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner