Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. október 2020 17:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Chelsea vann stórleik gegn City - Arsenal á toppnum
Chelsea er ríkjandi Englandsmeistari.
Chelsea er ríkjandi Englandsmeistari.
Mynd: Getty Images
Það var stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Manchester heimsótti Chelsea.

Það má fastlega búast við því að þessi tvö lið berjist um titilinn eins og á síðustu leiktíð. Í dag voru það ríkjandi Englandsmeistarar Chelsea sem höfðu betur.

Lokatölur voru 3-1 eftir að Chelsea hafði leitt 1-0 í hálfleik. María Þórisdóttir var allan tímann á bekknum hjá Chelsea.

Chelsea er í þriðja sæti með tíu stig og Man City er í fimmta sæti deildarinnar með sjö stig.

Manchester United komst á toppinn í gær með sigri á Tottenham en liðið er núna í fjórða sæti eftir leiki dagsins, með tíu stig eins og Chelsea.

Annað lið sem mun væntanlega berjast um titilinn er Arsenal sem er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Arsenal vann 5-0 útisigur á Brighton í dag þar sem hin hollenska Vivianne Miedema skoraði tvennu.

Everton er einnig með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, en liðið hafði betur gegn West Ham, 3-1. Þá vann Birmingham 1-0 útisigur á Reading.
Athugasemdir
banner
banner
banner