Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. október 2021 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán Teitur búinn að skora sitt fyrsta landsliðsmark
Icelandair
Stefán Teitur fagnar marki sínu.
Stefán Teitur fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson er búinn að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Hann var að koma Íslandi yfir gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Liechtenstein

Stefán Teitur er að spila sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu. Hann var settur inn í byrjunarliðið fyrir Guðlaug Victor Pálsson, sem dró sig út úr hópnum.

„Jón Dagur fær boltann úti vinstra megin og setur fyrirfgjöfina í svæðið milli varnar og markmanns. Stefán Teitur tekur sitt hlaup og mætir á boltann og skallar hann í netið framhjá Benjamin Buchel," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu.

Flott mark hjá þessum 22 ára gamla miðjumanni sem hefur verið að spila vel með Silkeborg í Danmörku upp á síðkastið.

Hér að neðan má sjá markið.


Athugasemdir
banner
banner
banner