De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   þri 11. október 2022 21:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Sara: Hugsaði að þetta væri mitt tækifæri að fara á HM
Icelandair
Sara Björk svekkt eftir leik í kvöld.
Sara Björk svekkt eftir leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Ég er sár og leið og pirruð yfir leiknum. Ég er ekki enn búin að meðtaka allt sem gerðist í leiknum en fyrsta tilfinning er svolítið svört," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði Íslands eftir 4 - 1 tap gegn Portúgal í umspili um sæti á HM 2023 í kvöld.


Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

Portúgal komst yfir á 55. mínútu með marki úr víti sem var dæmt á Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur sem fékk um leið rauða spjaldið.

„Ég sá þekka atvik ekki en þetta hefur auðvitað áhrif á leikinn. Mér finnst við samt hafa tekið þessu sjokki með miklum karakter, við komum til baka og Glódís skorar. Á einhverjum tímapunkti fannst mér ekki óþægilegt að vera manni færri. Í framlenginunni leið okkur vel og ætluðum að halda áfram að ná góðu jafnvægi á löngum boltum og skipta um svæði og skapa færi sem við gerðum en náðum ekkki að skora. 2 - 1 markið var tuska í andlitið og mörkin eftir það erfiðara og erfiðara."

Hvað fannst þér um dómgæsluna almennt í leiknum?

„Mér fannst hún skrítin á köflum. Hún var ekki nógu ákveðin í sínum ákvörðunum, við náðum ekkert að ræða við hana. Svo dæmir hún vítaspyrnu á Alexöndru, hendi, gefur henni gult spjald, fer svo í VAR og það var ekki rétt. Hún hefur örugglega átt aðeins betri leik áður."

Nú er ljóst að Ísland kemst ekki á HM á næsta ári. Var þetta þitt síðasta tækifæri að komast á HM?

„Já, ég myndi segja það. Auðvitað er ekkert ákveðið en ég hugsaði að þetta tækifæri að fara til Ástralíu á næsta ári væri mitt tækifæri að fara á HM. Það er smá tími í næsta HM og maður veit ekki hvað gerist á þeim tíma."

Nánar er rætt við Söru í spilaranum að ofan en hún ræðir þar veikindi sín síðustu daga og fyrirkomulagið á ummspilinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner