Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
banner
   þri 11. október 2022 21:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Sara: Hugsaði að þetta væri mitt tækifæri að fara á HM
Icelandair
Sara Björk svekkt eftir leik í kvöld.
Sara Björk svekkt eftir leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Ég er sár og leið og pirruð yfir leiknum. Ég er ekki enn búin að meðtaka allt sem gerðist í leiknum en fyrsta tilfinning er svolítið svört," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði Íslands eftir 4 - 1 tap gegn Portúgal í umspili um sæti á HM 2023 í kvöld.


Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

Portúgal komst yfir á 55. mínútu með marki úr víti sem var dæmt á Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur sem fékk um leið rauða spjaldið.

„Ég sá þekka atvik ekki en þetta hefur auðvitað áhrif á leikinn. Mér finnst við samt hafa tekið þessu sjokki með miklum karakter, við komum til baka og Glódís skorar. Á einhverjum tímapunkti fannst mér ekki óþægilegt að vera manni færri. Í framlenginunni leið okkur vel og ætluðum að halda áfram að ná góðu jafnvægi á löngum boltum og skipta um svæði og skapa færi sem við gerðum en náðum ekkki að skora. 2 - 1 markið var tuska í andlitið og mörkin eftir það erfiðara og erfiðara."

Hvað fannst þér um dómgæsluna almennt í leiknum?

„Mér fannst hún skrítin á köflum. Hún var ekki nógu ákveðin í sínum ákvörðunum, við náðum ekkert að ræða við hana. Svo dæmir hún vítaspyrnu á Alexöndru, hendi, gefur henni gult spjald, fer svo í VAR og það var ekki rétt. Hún hefur örugglega átt aðeins betri leik áður."

Nú er ljóst að Ísland kemst ekki á HM á næsta ári. Var þetta þitt síðasta tækifæri að komast á HM?

„Já, ég myndi segja það. Auðvitað er ekkert ákveðið en ég hugsaði að þetta tækifæri að fara til Ástralíu á næsta ári væri mitt tækifæri að fara á HM. Það er smá tími í næsta HM og maður veit ekki hvað gerist á þeim tíma."

Nánar er rætt við Söru í spilaranum að ofan en hún ræðir þar veikindi sín síðustu daga og fyrirkomulagið á ummspilinu.


Athugasemdir
banner
banner