Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fös 11. október 2024 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atli Sveinn snýr aftur í Fylki
Atli Sveinn Þórarinsson.
Atli Sveinn Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn Þórarinsson hefur aftur verið ráðinn til starfa hjá Fylki en hann hefur verið ráðinn þjálfari 2. flokks karla hjá félaginu.

„Atli ætti að vera öllum Fykismönnum kunnur en þjálfaði meistaraflokks lið karla í tvö tímabilin 2020 og 2021. Þá hann lék til margra ára hérlendis og erlendis ásamt því að hann á að baki landsleiki með A-landsliði Íslands," segir í tilkynningu Fylkis.

„Ásamt 2. flokki karla verður Atli einnig í reymi við 3. flokks karla þar sem við vinnum eftir sama markmiði og undanfarin ár að þróa og efla okkar uppöldu leikmenn og gefa þeim tækifæri í meistaraflokki."

„Með þessari ráðningu hjá okkur í Fylki fylgjum eftir frábæri stefnumótunarvinnu þar sem markmiðið er að hafa góða og öfluga þjálfara á öllum flokkum í deildinni, ásamt því að efnilegir þjálfarar fá reynslu og kennslu meiri þjálfurum."

Atli Sveinn stýrði síðast meistaraflokki Hauka sumrin 2022 og 2023.
Athugasemdir
banner
banner
banner