Amorim bíður eftir leyfi - Nkunku og fleiri orðaðir við Man Utd - Endo eftirsóttur
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
   fös 11. október 2024 21:55
Sverrir Örn Einarsson
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Icelandair
Jón Dagur (t.h) og Jóhann Berg skima yfir völlinn í leiknum.
Jón Dagur (t.h) og Jóhann Berg skima yfir völlinn í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland tryggði sér mögulega dýrmætt stig Í B-deild Þjóðardeildarinnar er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Wales á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Öðru fremur var það frábær síðari hálfleikur liðsins sem skilaði sigrinum þar sem liðið gerði tvö mörk og fékk fjölmörg önnur hættuleg færi. Jón Dagur Þorsteinsson mætti í viðtal við Fótbolta.net áð leik loknum og fór yfir máli. Byrjaði hann þar á að ræða fyrri hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

„Við fáum á okkur tvö klaufaleg mörk en mér fannst samt við vera allt í lagi. Komandi inn í hálfleikinn þá fannst mér við vera ennþá inn í þessu. Við vorum að spila og fá tækifæri en það vantaði upp á síðustu sendinguna í fyrri hálfleik.“

Hver voru skilaboðin frá þjálfarateyminu þegar inn í hálfleikinn var komið?

„Að ýta liðinu aðeins ofar. Okkur fannst við ekki vera að klukka þá nógu mikið í pressunni og ýtum því liðinu ofar í seinni hálfleik. Það svo sýndi sig að það virkaði mun betur.“

Jón Dagur var eins og stundum áður alveg til í að láta finna fyrir sér á vellinum og reyna að fara í taugarnar á andstæðingnum. Hann fékk að líta gula spjaldið eftir ein slík viðskipti í leiknum og Walesverjar voru nokkuð pirraðir á honum.

„Já og ég orðin pirraður á þeim. Þetta er stundum svona í fótboltanum. Ég var pirraður að vera 2-0 undir því mér fannst þetta ekki hafa verið 2-0 leikur.“

Gula spjaldið þýðir að Jón Dagur er á leið í leikbann og verður því ekki með gegn Tyrkjum næstkomandi mánudag. Hvernig verður fyrir hann að fylgjast með þeim leik úr stúkunni?

„Það var mjög þreytt að fá þær fréttir eftir leik. Þá sérstaklega þar sem við náum að enda þennan leik á jákvæðum nótum. Við verðum klárir á mánudag þótt að ég verði ekki með þó.“

Sagði Jón Dagur en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner