Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   fös 11. október 2024 21:55
Sverrir Örn Einarsson
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Icelandair
Jón Dagur (t.h) og Jóhann Berg skima yfir völlinn í leiknum.
Jón Dagur (t.h) og Jóhann Berg skima yfir völlinn í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland tryggði sér mögulega dýrmætt stig Í B-deild Þjóðardeildarinnar er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Wales á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Öðru fremur var það frábær síðari hálfleikur liðsins sem skilaði sigrinum þar sem liðið gerði tvö mörk og fékk fjölmörg önnur hættuleg færi. Jón Dagur Þorsteinsson mætti í viðtal við Fótbolta.net áð leik loknum og fór yfir máli. Byrjaði hann þar á að ræða fyrri hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

„Við fáum á okkur tvö klaufaleg mörk en mér fannst samt við vera allt í lagi. Komandi inn í hálfleikinn þá fannst mér við vera ennþá inn í þessu. Við vorum að spila og fá tækifæri en það vantaði upp á síðustu sendinguna í fyrri hálfleik.“

Hver voru skilaboðin frá þjálfarateyminu þegar inn í hálfleikinn var komið?

„Að ýta liðinu aðeins ofar. Okkur fannst við ekki vera að klukka þá nógu mikið í pressunni og ýtum því liðinu ofar í seinni hálfleik. Það svo sýndi sig að það virkaði mun betur.“

Jón Dagur var eins og stundum áður alveg til í að láta finna fyrir sér á vellinum og reyna að fara í taugarnar á andstæðingnum. Hann fékk að líta gula spjaldið eftir ein slík viðskipti í leiknum og Walesverjar voru nokkuð pirraðir á honum.

„Já og ég orðin pirraður á þeim. Þetta er stundum svona í fótboltanum. Ég var pirraður að vera 2-0 undir því mér fannst þetta ekki hafa verið 2-0 leikur.“

Gula spjaldið þýðir að Jón Dagur er á leið í leikbann og verður því ekki með gegn Tyrkjum næstkomandi mánudag. Hvernig verður fyrir hann að fylgjast með þeim leik úr stúkunni?

„Það var mjög þreytt að fá þær fréttir eftir leik. Þá sérstaklega þar sem við náum að enda þennan leik á jákvæðum nótum. Við verðum klárir á mánudag þótt að ég verði ekki með þó.“

Sagði Jón Dagur en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner