Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fös 11. október 2024 21:55
Sverrir Örn Einarsson
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Icelandair
Jón Dagur (t.h) og Jóhann Berg skima yfir völlinn í leiknum.
Jón Dagur (t.h) og Jóhann Berg skima yfir völlinn í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland tryggði sér mögulega dýrmætt stig Í B-deild Þjóðardeildarinnar er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Wales á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Öðru fremur var það frábær síðari hálfleikur liðsins sem skilaði sigrinum þar sem liðið gerði tvö mörk og fékk fjölmörg önnur hættuleg færi. Jón Dagur Þorsteinsson mætti í viðtal við Fótbolta.net áð leik loknum og fór yfir máli. Byrjaði hann þar á að ræða fyrri hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

„Við fáum á okkur tvö klaufaleg mörk en mér fannst samt við vera allt í lagi. Komandi inn í hálfleikinn þá fannst mér við vera ennþá inn í þessu. Við vorum að spila og fá tækifæri en það vantaði upp á síðustu sendinguna í fyrri hálfleik.“

Hver voru skilaboðin frá þjálfarateyminu þegar inn í hálfleikinn var komið?

„Að ýta liðinu aðeins ofar. Okkur fannst við ekki vera að klukka þá nógu mikið í pressunni og ýtum því liðinu ofar í seinni hálfleik. Það svo sýndi sig að það virkaði mun betur.“

Jón Dagur var eins og stundum áður alveg til í að láta finna fyrir sér á vellinum og reyna að fara í taugarnar á andstæðingnum. Hann fékk að líta gula spjaldið eftir ein slík viðskipti í leiknum og Walesverjar voru nokkuð pirraðir á honum.

„Já og ég orðin pirraður á þeim. Þetta er stundum svona í fótboltanum. Ég var pirraður að vera 2-0 undir því mér fannst þetta ekki hafa verið 2-0 leikur.“

Gula spjaldið þýðir að Jón Dagur er á leið í leikbann og verður því ekki með gegn Tyrkjum næstkomandi mánudag. Hvernig verður fyrir hann að fylgjast með þeim leik úr stúkunni?

„Það var mjög þreytt að fá þær fréttir eftir leik. Þá sérstaklega þar sem við náum að enda þennan leik á jákvæðum nótum. Við verðum klárir á mánudag þótt að ég verði ekki með þó.“

Sagði Jón Dagur en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner