Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 11. október 2024 22:38
Haraldur Örn Haraldsson
„Núna verð ég að hlusta á tónlistina hans"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands var mættur á fréttamannafund eftir leik kvöldins. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales þar sem Logi Tómasson gerði fyrsta mark leiksins og var einnig valdur þess að Danny Ward markvörður Wales skoraði sjálfsmark. 

Kolbeinn Birgir Finnsson byrjaði leikinn í vinstri bakverðinum en Logi kom inn á í hálfleik. Age útskýrði hugmyndina bakvið það.

„Það sem ég var að hugsa með Kolbein, er að hann hefur ekki spilað mikið hjá Utrecht. Hugmyndin var að spila með Kolbein í fyrsta leiknum og með Loga í seinni. Við gerðum það öfugt síðast og Kolbeinn stóð sig vel gegn Tyrklandi. Þannig ég vildi byrja með Kolbein þó það er ekki mikið sem skilur þá á milli. Logi hins vegar greip gæsina, hann var aggresívur og er búinn að eiga gott tímabil með Strömsgodset í Noregi. Ég er búinn að sjá mjög mikið af honum og hann er búinn að þróast sem leikmaður. Hann var ákveðinn og gerði mjög vel í að skora bæði fyrsta og seinna markið. Ég er mjög ánægður með hann."

Logi hefur spilað aðeins 5 leiki með landsliðinu en Age segir að það sé mjög gott að vinna með honum

„Það er mjög gaman að vinna með Loga, hann er góður drengur og ég veit að hann er góður tónlistarmaður. Fyrir mig er hann mjög góður, og mikilvægur leikmaður. Hann er maður með framtíðina fyrir sér og ég er ánægður með að við erum að fá varnarmenn sem koma í gegn. Leikmann sem geta spila góðan fótbotla og hafa sjálfstraustið til að gera það sem hann gerði í dag. Það sýnir að hann hefur góða framtíð fyrir sér."

Logi er einnig tónlistarmaður eins og flestir þekkja en í þeim geira gengur hann undir listamannanafninu Luigi. Age segist ætla kíkja betur á hans tónlist eftir þessa frammistöðu.

„Já núna þarf ég þess. Strákarnir spiluðu tónlistina hans í rútunni þegar við vorum úti í Tyrklandi. Þá sagði einhver mér að þetta væri tónlistin hans Loga, ég er ekki djúpur í tónlist, þannig ég veit í rauninni ekki mikið um þetta."


Athugasemdir
banner
banner
banner