Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   fös 11. október 2024 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórarinn Ingi fer fögrum orðum um Baldock - „Eini gæinn sem langaði þetta ógeðslega mikið"
Í leik með ÍBV 2012.
Í leik með ÍBV 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Eyjafréttir
George Baldock lést á miðvikudag á heimili sínu í Grikklandi. Baldock var grískur lansliðsmaður og gekk í raðir Panathinaikos í sumar eftir langa veru hjá Sheffield United.

Hann spilaði á sínum tíma með ÍBV, kom á láni frá MK Dons tímabilið 2012 og skoraði eitt mark í sextán leikjum í efstu deild.

Vísir ræddi við Þórarin Inga Valdimarsson en hann var liðsfélagi Baldock hjá ÍBV.

„Hann var nítján ára þegar hann kom til okkar, strákur sem var að vinna sig upp í boltanum. Þetta var frábær týpa og karakter og skemmtilegt að vera í kringum hann. Þetta var gæi sem lagði sig allan fram á vellinum, var baráttuhundur og alltaf tilbúinn að vera með félögunum og hafa gaman. Ég hef bara jákvæða hluti um hann að segja og maður heyrt það sama úr öðrum áttum; að þetta hafi verið hress strákur sem lagði sig allan fram, var tilbúinn að hlaupa og djöflast og bakka mann upp í öllu," sagði Þórarinn m.a. í viðtalinu.

Hann segir að velgengi Baldock á ferlinum hafi ekki komið sér á óvart.

„Maður hefur fengið nokkra svona lánsmenn, sérstaklega í Vestmannaeyjum, en þetta er eini gæinn sem langaði þetta ógeðslega mikið. Hann æfði af krafti og lét verkin tala. Síðan var hann allt í einu kominn í ensku úrvalsdeildina. En maður sá að hungrið var til staðar. Þetta kom mér ekki á óvart, ekki miðað við hvernig hann var sem karakter á þessum tíma," sagði Þórarinn í viðtalinu sem nálgast má í heild sinni hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner