Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   fös 11. október 2024 08:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tvær breytingar á U21 hópnum - Danijel kallaður inn
Icelandair
Danijel hefur skorað eitt mark í níu leikjum með U21.
Danijel hefur skorað eitt mark í níu leikjum með U21.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ tilkynnti í gær um tvær breytingar á U21 landsliðshópnum fyrir lokaleikinn í undankeppni EM á næsta ári. Strákarnir mæta Dönum ytra á þriðjudag.

Inn í hópinn koma þeir Jakob Franz Pálsson, varnarmaður Vals, og Danijel Dejan Djuric, sóknarmaður Víkings.

Þeir koma inn fyrir Ísak Andra Sigurgeirsson og Óla Val Ómarsson.

Ísland tapaði gegn Litháen í gær í leik sem varð að vinnast til að halda draumnum um EM á lífi. Það er því einungis stoltið sem er undir hjá íslenska liðinu á þriðjudaginn. Leikmenn í hópnum sem eru fæddir 2004 og síðar spila fyrir áframhaldandi veru í hópnum. Eflaust verða mörg augu á leiknum þar sem danska liðið er öflugt og erlend félög gætu verið að fylgjast með einstaka frammistöðu hjá leikmönnum.

Ísak gat ekki spilað gegn Litháen vegna meiðsla en Óli Valur spilaði síðustu 36 mínúturna eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Danmörk 7 4 2 1 16 - 8 +8 14
2.    Wales 8 4 2 2 13 - 11 +2 14
3.    Tékkland 7 3 2 2 10 - 11 -1 11
4.    Ísland 7 3 0 4 9 - 12 -3 9
5.    Litháen 7 1 0 6 7 - 13 -6 3
Athugasemdir
banner
banner
banner