Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 11. nóvember 2020 16:19
Örvar Arnarsson
Búdapest
Hamren ákveðinn: Þú getur verið gamall og hungraður
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í möguleg kynslóðaskipti hjá íslenska landsliðinu á fréttamannafundi í dag. Ísland getur á morgun farið á þriðja stórmótið í röð með sigri gegn Ungverjum.

Erik var ákveðinn þegar hann lýsti því að leikmenn séu ennþá mjög hungraðir þrátt fyrir að vera búnir að fara á tvö stórmót áður.

„Ég hef ekki trú á því að þetta sé síðasti dansinn. Kannski hjá einhverjum leikmönnum en ég tel að leikmenn séu ennþá hungraðir. Þú getur verið ungur og ekki hungraður og þú getur líka verið gamall og hungraður og þessir náungar eru hungraðir," sagði Erik ákveðinn.

Svíinn tjáði sig einnig um það hversu hrifinn hann er af fótboltastarfinu á Íslandi.

„Ísland er lítið land. Stórar þjóðir geta alltaf verið sterkar en smáar þjóðir eins og Svíþjóð, þaðan sem ég kem, og Ísland eru með mismunandi kynslóðir. Ísland hefur verið með góða kynslóð núna. U21 er að standa sig vel núna og U17 og U19 líka. Ég er frá Svíþjóð og ég hef hrifist af því hvernig þeir vinna á Íslandi og koma leikmönnum áfram. Þetta er bara 350 þúsund manna þjóð en samt hefur þjóðinni gengið svona vel í fótbolta og handbolta. Ég hef hrifist af því."
Athugasemdir
banner