Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mið 11. nóvember 2020 10:33
Mate Dalmay
Ungverjar fjalla um aldur og lítinn spiltíma hjá Íslandi
Icelandair
Ungverskir fjölmiðlar fjalla mikið um aldur Íslenska liðsins.
Ungverskir fjölmiðlar fjalla mikið um aldur Íslenska liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ungverskir fjölmiðlar fjalla mikið um lítinn spilatíma íslenskra lykilmanna með félagsliðum sínum á tímabilinu í aðdraganda stórleiksins í Búdapest annað kvöld.

Nemzetisport, sem er stærsti íþróttamiðill Ungverjalands, gerir aldur íslenska liðsins einnig að stóru atriði í grein sinni fyrir leikinn.

Á meðan meðalaldur ungverska liðsins er 27 ára og hópurinn inniheldur sex leikmenn sem eru undir 25 ára er meðalaldur íslenska liðsins tæplega 30 ár.

Þar segir einnig að aðeins tveir leikmenn í íslenska liðinu eru undir 25 ára en það eru Arnór Sigurðsson (21 ára) og Albert Guðmundsson (23 ára). Hvorugur hefur verið lykilmaður í landsliðinu segir Nemzetisport enn fremur.

Þá veltir blaðamðaur Nemzetisport sér stöðu þeirra í Íslenska liðinu sem ekki hafa æft í mánuð sökum æfingabanns á Íslandi.
„Hinn 36 ára Hannes Halldórsson og 38 ára Kári Árnason hafa ekki spilað keppnisleik né æft í mánuð og eru þeir báðir lykilmenn í landsliðinu, þetta getur ekki verið gott," skrifar blaðamaðurinn.

Að lokum er komið inn á að Alfreð Finnbogason sé ekki kominn á blað hjá Augsburg í markaskorun á þessu tímabili og að Gylfi Þór Sigurðsson "skærasta stjarna" Íslands sé ekki búinn að gera meira í ensku úrvalsdeildinni en að eiga eina stoðsendingu.
Athugasemdir
banner
banner