Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 12. janúar 2020 13:20
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Byrjunarlið Bournemouth og Watford: Howe gerir fjórar breytingar
Mynd: Getty Images
Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni fer fram á suðurströndinni þar sem Bournemouth tekur á móti Watford, flautað verður til leiks klukkan 14:00.

Eddie Howe knattspyrnustjóri Bournemouth gerir fjórar breytingar frá tapinu gegn West Ham í síðasta leik, Adam Smith, Nathaniel Ake og Ryan Fraser kom inn í liðið ásamt Mark Travers sem er markvörður heimamanna í dag. Aaron Ramdale sem staðið hefur á milli stanganna er meiddur.

Nigel Pearson gerir tvær breytingar á liði Watford, Adam Masina kemur inn í liðið fyrir Kiko Femina sem er meiddur. Adrian Mariappa kemur einnig inn í liðið en hann fer í stöðu Christian Kabasele sem er í banni.

Byrjunarlið Bournemouth: Travers, Francis, S Cook, Ake, Smith, Lerma, Gosling, H Wilson, Fraser, C Wilson, Solanke.

Varamenn: Boruc, Surman, L Cook, Rico, Simpson, Billing, Surridge.

Watford: Foster, Mariappa, Dawson, Cathcart, Masina, Chalobah, Capoue, Doucoure, Sarr, Deulofeu, Deeney.

Varamenn: Gomes, Gray, Quina, Success, Dele-Bashiru, Holebas, Pereyra.
Athugasemdir
banner
banner
banner