Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. janúar 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær: Ólíklegt að það gerist eitthvað stórt í þessum glugga
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, telur það afar ólíklegt að það gerist eitthvað stórt á leikmannamarkaðnum í þessum mánuði.

Manchester United fékk Amad Diallo frá Atalanta á dögunum en þessi 18 ára leikmaður var keyptur til framtíðar og fær hann líklega takmarkaðan spiltíma með aðalliðinu á þessari leiktíð.

Á sama tíma á síðasta ári keypti United Bruno Fernandes frá Sporting en hann hafði mikil áhrif og hjálpað sóknarleik liðsins. Solskjær býst þó ekki við því að félagið geri stóra hluti á markaðnum í þessum mánuði.

„Staðan er öðruvísi núna en hún var í fyrra. Það er ólíklegt að eitthvað gerist. Bruno kom inn í fyrra og hafði öflug áhrif og gerði okkur að betra liði og er betri leikmaður fyrir vikið," sagði Solskjær.

„Ef það er einhver leikmaður þarna úti sem er öruggt dæmi þá myndi ég ekki segja nei við því en það er þó líklegra að þetta verði rólegur mánuður."
Athugasemdir
banner
banner
banner