Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 12. janúar 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hlakkar til að sjá Ísak í toppstandi - Hungur að fara á næsta level
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson gekk í raðir Breiðabliks fyrr í þessum mánuði frá enska félaginu Norwich.

Ísak er tvítugur miðjumaður sem lék með ÍA á láni á síðasta tímabili. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í Ísak í viðtali á dögunum,

„Ísak er auðvitað góður fótboltamaður, mjög líkamlega sterkur, góður að hlaupa á bakvið varnir og góður pressumaður. Hann hefur sagt það sjálfur að hann átti mikið inni líkamlega. Það er okkar verkefni, hans og okkar, að koma honum í toppstand. Þá hlakka ég mikið til að sjá hann," sagði Óskar.

Eruði að hugsa þetta þannig líka að þið getið hjálpað honum að taka næsta skref á ferlinum og fara aftur erlendis að spila fótbolta?

„Já, flestir af þessum ungu mönnum sem eru að koma til okkar, auðvitað viljum við reyna að hjálpa þeim að taka næsta skref. Það er hluti af því sem drífur áfram þetta lið, hungrið að fara á næsta „level" og Ísak er einn af þeim, það er klárt mál," sagði Óskar.

Sjá einnig:
„Væri til í að taka fyrst titil með þeim og svo geta þeir bara farið út"
Ísak Snær: Óskar talar ekki um annað en að verða Íslands- og bikarmeistari
Óskar Hrafn: Duglegur strákur og fellur strax vel inn í hópinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner