banner
   fim 12. janúar 2023 09:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benfica heldur áfram að gera ótrúlega sniðug kaup
Andreas Schjelderup.
Andreas Schjelderup.
Mynd: Getty Images
Norski fótboltamaðurinn Andreas Schjelderup er lentur í Lissabon þar sem hann er að ganga í raðir portúgalska félagsins Benfica.

Það er talið að þessi leikmaður gæti orðið stórstjarna í framtíðinni en hann hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Nordsjælland í Danmörku. Hann, Erling Haaland og Martin Ödegaard gætu tekið norska landsliðið ansi langt í framtíðinni.

Benfica hefur gert mörg ótrúlega sniðug kaup á síðustu árum og selt leikmenn fyrir mun stærri upphæðir en þeir voru keyptir á. Má þar til dæmis nefna Darwin Nunez sem var seldur til Liverpool síðasta sumar.

Svo hafa verið háværar sögur um að félög hafi áhuga á því að kaupa miðjumanninn Enzo Fernandez frá félaginu á 127 milljónir evra eftir að Benfica keypti hann á um 10 milljónir evra síðasta sumar.

Schjelderup, sem er 18 ára kant- og miðjumaður, virtist glaður þegar hann lenti á flugvellinum í Lissabon.

Þarna er á ferðinni gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður sem mun fara mjög langt ef allt gengur upp hjá honum. Benfica mun borga allt að 15 milljónir evra fyrir Schjelderup sem er markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar með tíu mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner