Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 12. janúar 2025 18:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Dibling með tvennu í sigri Southampton
Mynd: Getty Images

Southampton 3 - 0 Swansea
1-0 Kamaldeen Sulemana ('20 )
2-0 Tyler Dibling ('35 )
3-0 Tyler Dibling ('65 )


Southampton sem er á botni úrvalsdeildarinnar fékk Swansea, sem er um miðja deild í Championship deildinni, í heimsókn í enska bikarnum í kvöld.

Kamaldeen Soulemana kom Southampton yfir þegar hann vippaði snyrtilega yfir Jon McLaughlin í marki Swansea.

Tyler Dibling bætti öðru markinu við stundafjórðungi síðar eftir undirbúning Soulemana og Dibling innsiglaði sigurinn þegar hann skkoraði annað mark sitt og þriðja mark Southampton.

Southampton mætir annað hvort Swansea eða Burnley í fjórðu umferð keppninnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner