Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 12. janúar 2025 18:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þórir Jóhann frábær - „Allt honum að þakka"
Mynd: Getty Images

Þórir Jóhann Helgason var í fyrsta sinn í byrjunarliði Lecce á tímabilinu þegar liðið vann Empoli í ítölsku deildinni 3-1 í gær.


Þetta er aðeins fjórði leikurinn sem hann tekur þátt í á tímabilinu en hann hefur verið lengst ofan í frystinum undanfarin tímabil. Hann kom aðeins við sögu í 12 leikjum tímabilið 2022/23 og var lánaður til Braunchweig í þýskalandi á síðustu leiktíð.

Honum var tjáð að hann mætti fara í sumar en ekkert varð úr því og tækifærin hafa verið af skornum skammti á þessu tímabili.

Hann hefur fengið hrós fyrir frammistöðu sína í gær en þetta var aðeins fimmti sigur liðsins í 20 leikjum í deildinni til þessa.

CalcioLecce gaf Þóri sjö í einkunn fyrir frammistöðu sína.

„Sá sem kom mest á óvart í leiknum, við höfum aldrei séð hann spila svona áður. Hann kom inn í leikinn með áræðni og gæði sem gerði honum kleift að búa til færi fyrir Pierotti eftir fimm mínútna leik. Hann átti skilið að skora en Seghetti varði stórkostlega frá ohnum," segir í umfjöllun CalcioLecce.

„Besti fyrri hálfleikur síðan Lecce vann Parma 4-0 og það er allt Þóri Jóhanni Helgasyni að þakka," skrifaði einn stuðningsmaður á X en þar vitnaði hann í leik sem liðið spilaði í B deildinni árið 2021.


Athugasemdir
banner
banner
banner