Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 12. febrúar 2024 20:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kamara meiddist illa gegn Man Utd
Mynd: EPA

Boubacar Kamara leikmaður Aston Villa meiddist illa gegn Manchester United og er óttast að hann verði lengi frá.


Þessi 24 ára gamli miðjumaður var í byrjunarliðinu í 2-1 tapi liðsins gegn Man Utd í gær en þurfti að fara af velli eftir rúmlega klukkutíma leik.

Villa hefur staðfest að hann fór í skoðun í morgun og hann hafi meiðst á liðböndum í hné en hann mun þurfa að hitta sérfræðing til að skera úr um hversu alvarleg meiðslin eru.

Kamara gekk til liðs við Aston Villa frá Marseille sumarið 2022 en hann hefur komið við sögu í 30 leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð og skorað eitt mark.


Athugasemdir
banner
banner
banner