Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 12. febrúar 2024 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tjáir sig um Gumma Tóta og Val - „Margt sem spilar inn í"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudag var sagt frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að landsliðsmaðurinn Guðmunur Þórarinsson gæti verið á leið í Val.

Guðmundur er samningsbundinn gríska félaginu OFI Crete fram á sumar. Hann er verður 32 ára í apríl og spilar í dag mest sem vinstri bakvörður eða vinstri vængbakvörður eftir að hafa leikið á miðjunni framan af ferlinum.

Ríkharð Óskar Guðnason er vel tengdur Guðmundi og ræddi um hann í Þungavigtinni í gær.

„Það er margt sem þarf að ganga upp ef það á að gerast. Hann þarf þá að losna undan samningi, hvort þeir hleypi honum veit ég ekki. Hann hefur ekki verið að byrja leiki fyrir Crete og nýi þjálfarinn virðist ekki vera spila honum jafn mikið og fyrri þjálfari. Svo hefur örugglega verið eitthvað vesen með launamál hjá honum eins og alls staðar í Grikklandi," sagði Rikki.

„Það er borgað kannski 15. hvers mánaðar hjá þremur stærstu félögunum. Hjá hinum liðunum er borgað eftir dúk og disk. Ef forsetanum finnst leikmaðurinn ekki nógu góður þá er hann ekki í góðum málum. Þannig virkar þetta hjá mínum mönnum og hefur virkað og það vita þessir strákar sem fara þangað," sagði Mikael Nikulásson á léttu nótunum.

„Það er líka þannig að Gummi er búinn að banka aftur á dyrnar hjá landsiðinu, byrjaði síðasta keppnisleik. Gummi gæti hugsað að ef hann færi í t.d. Val núna þá gæti það mögulega eyðilagt tækifærið hans í landsliðinu ef Ísland kemst á EM í sumar. Á hann að bíða? Sjá hvort Ísland komist á EM? Það er margt sem spilar inn í," sagði Rikki.

Umspilið fyrir EM fer fram í mars. Þar mætir Ísland liði Ísraels í undanúrslitum.

Í síðustu sjö leikjum hefur Gummi byrjað þrjá leiki, komið tvisvar inn í hálfleik, einu sinni í seinni halfleik og einu sinni verið ónotaður varamaður. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik gegn Olympiakos um helgina.

OFI Crete verður í neðri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta eftir fjórar umferðir. Pepe Mel tók við stjórnartaumunum hjá liðinu í desember. Gummi gekk í raðir félagsins sumarið 2022 eftir að hafa þar á undan verið hjá Álaborg í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner