Þegar fréttamenn Fótbolta.net og Morgunblaðsins mættu á Bolt leikvanginn í Helsinki í dag ómaði lagið 'Barfly' með Jeff Who? - Lagið sem hefur verið markalag Víkings í mörg ár.
Það var hljóðprufa í gangi á leikvangnum og starfsmenn að draga Víkingsfána að húni. Það er allt gert til að reyna að kalla heimavallarstemninguna fram en eins og lesendur vita þurfti Víkingur að fara með komandi leik gegn Panathinaikos frá Íslandi þar sem enginn leikhæfur leikvangur á Íslandi stenst kröfur UEFA.
Finnarnir hafa tekið vel á móti íslensku Víkingunum og þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen sagði að menn liðu eins og þeir væru heima hjá sér.
Það var hljóðprufa í gangi á leikvangnum og starfsmenn að draga Víkingsfána að húni. Það er allt gert til að reyna að kalla heimavallarstemninguna fram en eins og lesendur vita þurfti Víkingur að fara með komandi leik gegn Panathinaikos frá Íslandi þar sem enginn leikhæfur leikvangur á Íslandi stenst kröfur UEFA.
Finnarnir hafa tekið vel á móti íslensku Víkingunum og þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen sagði að menn liðu eins og þeir væru heima hjá sér.
„Mér finnst eins og þessar þjóðir séu mjög svipaðar. Við búum á sama radíus á norðurhveli jarðar. Manni líður eins og heima," sagði Sölvi við Fótbolta.net í dag.
Kuldinn í Helsinki og gervigrasið sem er á leikvangnum, sem er heimavöllur HJK Helsinki, ætti allavega að geta hjálpað íslenska liðinu á morgun. Þeir eru jú mun vanari þessum aðstæðum en mótherjarnir frá Grikklandi.
Fótbolti.net er í Helsinki og fylgir Víkingi í þessu einvígi gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni. Þegar hafa nokkur viðtöl birst hér á síðunni en á leikdegi á morgun verður hægt að fylgjast með bak við tjöldin á Instagram síðu okkar.
Athugasemdir