Benjamin Mendy, fyrrum leikmaður Man City, er genginn til liðs við FC Zurich í Sviss. Hann skrifar undir eins og hálfs árs samning við félagið.
Mendy var ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot árið 2021. Tveimur árum síðar var hann sýknaður.
Mendy var ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot árið 2021. Tveimur árum síðar var hann sýknaður.
Hann spilaði ekki í fótbolta í tvö ár en gekk til liðs við franska liðið Lorient árið 2023. Hann spilaði 15 leiki með liðinu þegar liðið féll úr efstu deild á síðustu leiktíð en kom ekkert við sögu áður en hann yfirgaf félagið og samdi við Zurich.
Mendy er þrítugur varnarmaður en hann lék tíu leiki fyrir landslið Frakklands.
Athugasemdir