Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mið 12. febrúar 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Benjamin Mendy kominn til Zurich
Benjamin Mendy, fyrrum leikmaður Man City, er genginn til liðs við FC Zurich í Sviss. Hann skrifar undir eins og hálfs árs samning við félagið.

Mendy var ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot árið 2021. Tveimur árum síðar var hann sýknaður.

Hann spilaði ekki í fótbolta í tvö ár en gekk til liðs við franska liðið Lorient árið 2023. Hann spilaði 15 leiki með liðinu þegar liðið féll úr efstu deild á síðustu leiktíð en kom ekkert við sögu áður en hann yfirgaf félagið og samdi við Zurich.

Mendy er þrítugur varnarmaður en hann lék tíu leiki fyrir landslið Frakklands.
Athugasemdir
banner