Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 12. mars 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Sölva Snæ boðið að spila með AC Milan
Sölvi Snær í leik með Stjörnunni í sumar.
Sölvi Snær í leik með Stjörnunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Sölvi Snær Guðbjargarson, 17 ára leikmaður Stjörnunnar sem lék 10 leiki með Stjörnunni í Pepsi-deildinni síðasta sumar var á dögunum boðið að spila með U-19 ára liði AC Milan á Viareggio Cup.

Viareggio Cup er æfingamót þar sem mörg af stærstu félögum Evrópu taka þátt, auk félaganna frá öðrum heimsálfum.

AC Milan vildu fá hann til sín í tvær vikur. Það sem stöðvaði Sölva Snæ að fara út til stórliðsins á Ítalíu var það að hann meiddist lítillega nokkrum dögum fyrir brottför og gat því ekki tekið þátt í mótinu með AC Milan.

Sölvi lék 13 leiki með Stjörnunni í deild og bikar síðasta sumar og skoraði þar tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner