Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. mars 2020 12:56
Elvar Geir Magnússon
Íslensk félagslið að hætta við æfingaferðir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA í Pepsi Max-deildinni mun ekki fara í æfingaferð til Spánar vegna heimsfaraldursins sem nú er í gangi. Þetta kemur fram hjá Vísi.

Skagamenn ætluðu að halda í æfingaferðina í dag en Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir að í skoðun sé að fara frekar í ferð innanlands.

KA og Valur ætluðu að fara til Bandaríkjanna en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur lagt bann við ferðum Íslendinga til Bandaríkjanna.

Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net hefur kvennalið Selfoss hætt við sína ferð og kvennalið KR og karlalið Leiknis og Víkings Ó. eru meðal liða sem líkleg eru til að hætta við.

„Þó svo að við sjálfir séum ekki hræddir við veiruna þá viljum við ekki eiga á hættu að smita aðra ef við skildum smitast. Viljum ekki taka neina óþarfa áhættu," sagði Ingvi Ingólfsson, þjálfari Sindra frá Hornafirði, í viðtali við Fótbolta.net í vikunni en Sindri var fyrsta íslenska félagið sem gaf það út að væri hætt við æfingaferð sína.
Athugasemdir
banner
banner