Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 05. júlí 2025 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Scalvini meðal efstu manna á óskalista Newcastle
Scalvini hefur spilað 107 keppnisleiki með Atalanta.
Scalvini hefur spilað 107 keppnisleiki með Atalanta.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United hefur mikinn áhuga á ítalska varnarmanninum Giorgio Scalvini í sumar.

The Times greinir frá því að Scalvini sé meðal efstu manna á óskalistanum hjá Newcastle, en hann er metinn á um 30 milljónir punda.

Scalvini er 21 árs gamall og leikur sem miðvörður hjá Atalanta í heimalandinu. Hann á 8 A-landsleiki að baki eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur upp yngri landslið Ítalíu.

Scalvini er þekktur fyrir að vera kröftugur varnarmaður en einnig gríðarlega öflugur á boltanum, þar sem hann er duglegur að skeiða upp völlinn í uppbyggingu sókna. Honum er oft líkt við Alessandro Bastoni, samlanda sinn sem leikur fyrir Inter og landsliðið.

Scalvini á þrjú ár eftir af samningi sínum við Atalanta, en er talinn vera áhugasamur um að gerast liðsfélagi Sandro Tonali hjá Newcastle.
Athugasemdir