Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 05. júlí 2025 14:44
Brynjar Ingi Erluson
Forest kaupir brasilískan landsliðsmann (Staðfest)
Mynd: EPA
Nottingham Forest hefur loksins kynnt fyrsta leikmanninn sem það kaupir frá brasilíska félaginu Botafogo en það er hinn 24 ára gamli Igor Jesus.

Forest hefur verið í viðræðum við Botafogo um kaup á þremur leikmönnum en enska félagið þurfti að bíða með að kaupa leikmennina vegna þátttöku Botafogo á HM félagsliða.

Fyrsti leikmaðurinn er kominn til Forest og er þar um að ræða Igor Jesus.

Jesus á 4 A-landsleiki fyrir Brasilíu og eitt mark, en hann kemur til Forest fyrir um það bil 10 milljónir punda og gerir fjögurra ára samning.

„Ég er ótrúlega ánægður með að vera hluti af þessari nýju sögu, sérstaklega hjá félagi eins og Nottingham Forest. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég fékk tilboðið. Ég tók því og verkefninu sem þeir sendu mér fagnandi. Ég er í skýjunum með að vera kominn hingað og vonandi get ég gert frábæra hluti.“

“Ég mun gera mitt besta til að ná í frábær úrslit og færa allri Forest-fjölskyldunni gleði,“
sagði Jesus.

Forest er einnig að ganga frá kaupum á Jair Cunha og Cuiabano frá Botafogo, en þeir verða væntanlega kynntir á næstu dögum.


Athugasemdir
banner