Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 05. júlí 2025 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tilboðið frá Bale ekki nógu hátt - Betri tilboð á borðinu
Mynd: Fótbolti.net
Enskir fjölmiðlar eru sammála um að Vincent Tan, eigandi Cardiff City, mun líklegast hafna kauptilboði frá fjárfestahópi sem er með Gareth Bale innanborðs.

Bale er goðsögn í Wales og hefur mikinn áhuga á að kaupa félag í enska boltanum. Hann er partur af fjárfestahóp sem hefur lagt fram 20 milljón punda tilboð fyrir Cardiff, sem féll úr Championship deildinni á síðustu leiktíð.

Tan er staðráðinn í því að selja félagið en sem stendur er hann með betri tilboð á borðinu sem hann gæti samþykkt framyfir tilboðið frá Bale.

Tan er sagður vilja fá 40 milljónir punda til að selja Cardiff og segir Sky Sports að fjárfestahópur Gareth Bale sé að íhuga að gera endurbætt tilboð til að kaupa félagið.

Bale ólst upp í Cardiff og lék frændi hans fyrir félagið. Hann segir að það væri draumur að rætast að geta keypt félagið.
Athugasemdir
banner
banner