Alex Freyr Elísson er á förum frá Fram samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Alex spilaði stóran þátt í liði Fram á síðasta tímabili þar sem hann skoraði sex mörk í 22 leikjum. Hann hefur ekki spilað jafn stóran þátt á þessu tímabili þar sem hann hefur aðeins tekið þátt í fimm leikjum.
Heimildir herma að Alex hefur áhuga á að fara til liðs erlendis og að það sé áhugi á leikmanninum. Hvert hann gæti farið er ekki ljóst enn, en það mun skýrast á næstu dögum.
Félagsskiptaglugginn opnar 17. júlí á Íslandi, en það má búast við því að ef Alex er á förum frá Fram, að íslensk lið muni blanda sér í baráttuna.
Athugasemdir