Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 05. júlí 2025 15:22
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið ÍBV og Víkings: Pablo Punyed snýr aftur eftir langa fjarveru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV og Víkingur mætast í 14. umferð Bestu deildar karla á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum klukkan 16:00 í dag. Víkingar geta aukið forskot sitt á toppnum í fimm stig.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  0 Víkingur R.

Eyjamenn gera tvær breytingar á liðinu. Mattias Edeland og Þorlákur Breki Baxter koma inn í liðið fyrir Jovan Mitrovic og Bjarna Björn Gunnarsson.

Engin breyting er á byrjunariði Víkings en það eru hins vegar gleðifréttir fyrir Víkinga og það er að Pablo Punyed er á bekknum en hann hefur verið frá síðasta árið eftir að hafa slitið krossband.

Það eru líka gleðifréttir hjá Eyjamönnum en þetta verður fyrsti leikurinn Hásteinsvellinum í ár. Upphaflega átti að byrja spila á vellinum í maí en það tókst ekki. Eyjamenn hafa síðustu vikur beðið eftir sendingu af gúmmíkurli sem notað er sem fyllingarefni í völlinn en sú sending tafðist. Kurlið kom síðan á dögunum og er völlurinn klár.
Byrjunarlið ÍBV:
1. Marcel Zapytowski (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
5. Mattias Edeland
6. Milan Tomic
10. Sverrir Páll Hjaltested
23. Arnór Ingi Kristinsson
24. Hermann Þór Ragnarsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
26. Felix Örn Friðriksson
30. Vicente Valor
45. Þorlákur Breki Þ. Baxter

Byrjunarlið Víkingur R.:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
4. Oliver Ekroth (f)
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson
15. Róbert Orri Þorkelsson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 14 9 3 2 26 - 14 +12 30
2.    Valur 14 8 3 3 37 - 19 +18 27
3.    Breiðablik 14 8 3 3 26 - 20 +6 27
4.    Fram 14 7 1 6 22 - 18 +4 22
5.    Stjarnan 13 6 2 5 24 - 24 0 20
6.    Vestri 14 6 1 7 13 - 13 0 19
7.    Afturelding 14 5 3 6 17 - 19 -2 18
8.    KR 13 4 4 5 34 - 34 0 16
9.    ÍBV 14 4 3 7 13 - 21 -8 15
10.    FH 13 4 2 7 19 - 19 0 14
11.    KA 13 3 3 7 12 - 25 -13 12
12.    ÍA 14 4 0 10 15 - 32 -17 12
Athugasemdir
banner
banner