Ítalska félagið Inter hefur fest kaup á framherjanum Ange-Yoan Bonny frá Parma fyrir 23 milljónir evra.
Bonny er 21 árs gamall Frakki sem spilaði 117 leiki og skoraði 15 mörk fyrir Parma.
Hann gerði átta mörk er Parma komst upp úr B-deildinni á síðasta ári og gerði þá sex mörk á fyrsta tímabili sínu í A-deildinni.
Inter hefur átt í viðræðum við Parma um kaup á Bonny síðustu vikur og hafa félagaskiptin nú verið staðfest. Kaupverðið er 23 milljónir evra og gerði hann samning til 2030.
Cristian Chivu, nýr þjálfari Inter, þjálfaði Bonny hjá Parma og var ólmur í að endurnýja kynni sín við franska framherjann.
Bonny hefur spilað 19 leiki og skorað 2 mörk fyrir yngri landslið Frakklands.
Un nuovo Interista in famiglia ????????????????#ForzaInter #WelcomeAngeYoan
— Inter ?? (@Inter) July 5, 2025
Athugasemdir