Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   mið 12. mars 2025 00:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot býst ekki við Trent í úrslitaleiknum - „Aldrei gott"
Mynd: EPA
Arne Slot býst við því að Trent Alexander-Arnold missi af úrslitaleik enska bikarsins um helgina vegna meiðsla.

Alexander-Arnold þurfti að fara af velli þegar Liverpool tapaði gegn PSG eftir vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að hann snéri illa upp á hnéið á sér.

Liverpool mætir Newcastle í úrslitum enska deildabikarsins á sunnudaginn.

„Varðandi Trent þá varð hann að fara af velli. Það er aldrei gott, miðað við það sem ég hef heyrt af fólki sem sá myndir af þessu leit þetta ekki vel út. Ég yrði hissa ef hann verður klár í slaginn á sunnudaginn," sagði Slot.

Þá þurfti Ibrahima Konate einnig að fara af velli en Slot sagði að það hafi verið vegna þreytu.
Athugasemdir
banner
banner