
Bjarki Steinn Bjarkason og Þórir Jóhann Helgason eru mættir aftur í íslenska landsliðshópinn eftir talsverða fjarveru.
Bjarki spilaði síðast í vináttuleikjunum í júní í fyrra en fjarvera Þóris er talsvert lengri. Hann spilaði síðast í nóvember 2022 á Baltic Cup og var síðast í hópnum í júní 2023.
Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson var spurður út í þá tvo á fréttamannafundi í dag.
Bjarki spilaði síðast í vináttuleikjunum í júní í fyrra en fjarvera Þóris er talsvert lengri. Hann spilaði síðast í nóvember 2022 á Baltic Cup og var síðast í hópnum í júní 2023.
Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson var spurður út í þá tvo á fréttamannafundi í dag.
„Þeir eru búnir að spila á háu leveli á Ítalíu. Þórir Jóhann er búinn að vera frábær eftir að hann kom inn eftir áramót. Það sýnir mjög sterkan karakter, hann var ekki inn í myndinni í haust hjá sínu liði. Það er góður karakter að koma sér inn í liðið aftur."
„Hann átti góða frammistöðu í síðasta leik gegn AC Milan, er ekki að spila á móti einhverjum firmaliðum, er á háu leveli," sagði Arnar um Þóri Jóhann sem er leikmaður Lecce í ítölsku úrvalsdeildinni.
„Bjarki var í góðum málum, meiddist svo og er að koma hægt og bítandi inn í hópinn aftur, verið að fá mínútur hingað og þangað."
„Leikmenn sem eru að spila í Seríu A, þar er spilaður fótbolti sem hentar landsliðsfótbolta. Ítalski boltinn er taktískt sterkur, menn eru mjög agaðir. Þetta eru miklir fagmenn og eiga klárlega heima í þessum hópi," sagði Arnar.
Mikael Egill Ellertsson og Albert Guðmundsson spila einnig í Seríu A og eru í landsliðshópnum.
Athugasemdir