Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   fim 12. maí 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Fannar í Víði (Staðfest)
Andri Fannar í leik með Keflavík.
Andri Fannar í leik með Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Garði fékk góðan liðsstyrk á lokadegi félagaskiptagluggans í gær.

Miðjumaðurinn Andri Fannar Freysson gekk í raðir félagsins frá Njarðvíkingum.

Andri, sem er 29 ára gamall, er mjög reynslumikill leikmaður. Í fyrra lék hann 16 leiki í 2. deild með Njarðvík og skoraði hann í þeim fjögur mörk.

Andri ólst upp hjá Njarðvík en á ferlinum hefur hann einnig leikið fyrir Hauka og Keflavík. Hann á meðal annars að baki mikinn fjölda leikja í Lengjudeildinni.

Víðir er í 3. deildinni og þeir hljóta að stefna upp um deild í sumar. Víðir byrjaði tímabilið á 0-1 sigri gegn KFG og næsti leikur liðsins er gegn Sindra á laugardag; þar gæti Andri spilað sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja félag.
Athugasemdir
banner