Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 12. maí 2022 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir 95 prósent líkur á að De Jong fari til Man Utd
Frenkie de Jong.
Frenkie de Jong.
Mynd: Getty Images
Spænski fjölmiðlamaðurinn Gerard Romero er með heimildir fyrir því að Frenkie de Jong sé mjög líklega á leið til Manchester United í þessum mánuði.

Hann segir að það séu 95 prósent líkur á því að De Jong fari frá Barcelona til United í sumar.

Hann segir að Barcelona sé tilbúið að selja De Jong fyrir 70-80 milljónir evra út af slæmri fjárhagsstöðu félagsins.

De Jong þekkir Erik ten Hag, nýjan stjóra Man Utd, mjög vel þar sem þeir voru saman hjá Ajax. De Jong var í liði Ten Hag sem fór í undanúrslit Meistaradeildarinnar árið 2019.

Man Utd þarf klárlega að bæta við leikmönnum á miðsvæðinu í sumar og yrði stórt fyrir félagið að fá De Jong í sínar raðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner